Smá póstur
Halló dyggir stuđningsmenn. Langađi bara ađ láta ykkur vita ađ ég ætla ekki hætta þessu bloggi.
Sit hér í rúminu mínu međ spjaldtölvu og blátannar lyklaborđ. Ég keypti lyklaborđiđ fyrir tæpu ári og þađ er ennþá eins og nýtt. Ástæđan er sú ađ ég hef bara ekkert notađ lyklaborđiđ. Ég bara varđ ađ eignast þetta á sínum tíma af því ég var nú búinn ađ eignast þessa eđal spjaldtölvu frá Google. En nú skal réttlæta kaupin og ađ minnsta kosti blogga smá.
Fyrst ég var nú ađ minnast á spjaldtölvuna þá verđ ég ađ segja ađ þetta er eitt besta tæki sem ég hef eignast. Tölvan er tær snilld.
Mađur þarf ekki alltaf ađ kaupa epli til ađ fá gæđavöru. Mig langar nú samt alltaf í epli.
Voriđ er komiđ hérna í Danmörku. Alveg yndislegt ađ keyra um í glampandi sólskini hérna á vegum. Grasiđ grænt og vorblómin komin. Þađ hefur í raun ekki veriđ neinn vetur hérna. Smá snjór í nokkra daga, en hann var fljótur ađ fara. Samt getur nú veriđ helv... kalt hérna út af rakanum. Anyway, ég elska voriđ í Danmörku. Áđur en ég flutti út þá elskađi ég haustiđ og þađ var uppáhaldsárstíđin. Þađ hefur breyst í Danmörku og nú er þađ voriđ sem hefur náđ fyrsta sætinu.
Ég mun vinna í nokkra daga í Stokkhólmi í maí mánuđi og hlakka til ađ geta kannski kíkt á uppáhalds vin minn úr læknastéttinni. Held reyndar ađ hann sé sá eini sem les bloggiđ mitt.
Voriđ er komiđ.
kveđja,
Arnar Thor
Ummæli
Sjálfsagt fleiri sem kíkja við. Munda er t.d. kona með mikinn frítíma!
kv Munda